fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirFalsaðir peningaseðlar og stolin PIN númer

Falsaðir peningaseðlar og stolin PIN númer

Lögreglan rannsakar umfangsmikl fjársvik og peningafölsun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar umfangsmikið mál sem snýr að meintum fjársvikum og peningafölsun.

Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir vegna þessa í síðustu viku og færðir til yfirheyrslu, en talið er að þeir stundi skipulagða brotastarfsemi.

Nokkrir til viðbótar hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið auk þess sem lögreglan hefur ráðist í tvær húsleitir í þágu rannsóknarinnar.

Grunur er um að hópurinn hafi framvísað fölsuðum peningaseðlum í allmörg skipti og einnig svikið út peninga með því að komast yfir greiðslukort og PIN-númer hjá viðskiptavinum öldurhúsa.

Lögreglan hvetur fólk til að fara varlega með PIN-númer

Lögreglan hvetur því fólk til að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum. Og sömuleiðis að starfsfólk við afgreiðslukassa sé á varðbergi vegna falsaðra peningaseðla.

Minnt er á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2