fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirGuðmundur Fylkisson hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla

Guðmundur Fylkisson hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla

Hafnfirski lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2020 fyrir störf í þágu barna og ungmenna sem eru í vanda og þá nálgun sem hann hefur í samskiptum sínum við þau.

Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður Barnaheilla, flutti ávarp og tilkynnt hver hlyti viðurkenninguna en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp og afhenti viðurkenninguna.

Forseti Íslands óskar Guðmundi til hamingju með verðlaunin.

Í umsögn um Guðmund segir í tilkynningu Barnaheila: „Guðmundur leggur sig fram um að nálgast ungmenni af virðingu og nærgætni til að auka ekki á vanlíðan þeirra og skaða. Þrátt fyrir að hann starfi fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar hann við leit að börnum alls staðar af landinu. Guðmundur leggur sig fram um að varast staðalímyndir því börnin sem hann leitar að eru á ýmsum aldri og með mismunandi bakgrunn og bakland þeirra missterkt.“

Guðmundur sagði við athöfnina það mikinn heiður að taka við þessari viðurkenningu og sagði það vera þannig í sínu starfi og gerði það svo skemmtilegt og göfugt að hann fengi stöðuga endurgjöf frá foreldrum og börnunum sjálfum en það væri gaman og gott að fá klapp frá öðrum lík.

Guðmundur ásamt forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni og Hörpu Rut Hilmarsdóttur, formanni Barnaheilla t.h.

Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2