fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBergrún Íris fær hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins

Bergrún Íris fær hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins

Hafnfirski rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2020 fyrir bók sína Langelstur að eilífu.

Þetta var tilkynnt við athöfn á bókmenntahátíðinni Bókadagar í Norræna húsinu í Þórshöfn, Færeyjum sl. miðvikudag

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að útgangspunktur bókarinnar sé veröld barnsins og þankagangur þess. „Það eru engar hindranir og ekkert er ómögulegt. Tekist er á við erfiðar tilfinningar, fjallað er um afbrýðissemi og dauðann án þess að sagan verði of sorgleg eða dramatísk. Gamansamar myndskreytingar styðja við söguþráðinn og víkka hann út á skemmtilegan hátt.“

Tilnefnd verk til verðlaunanna 2020 voru:

  • Færeyjar: Loftar tú mær? (Griber du mig?) eftir Rakel Helmsdal.
  • Grænland: Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat (Det smukkeste juletræ i verden) eftir Juaaka Lyberth.
  • Ísland: Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár.

Höfundur sigurverksins fær 60.000 DKK að launum.

RÚV greindi frá

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2