fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífForstöðumaður Hafnarborgar flytur sig til Þjóðminjasafnsins á Tjarnarvöllum

Forstöðumaður Hafnarborgar flytur sig til Þjóðminjasafnsins á Tjarnarvöllum

Ágústa Kristófersdóttir, núverandi forstöðumaður Hafnarborgar, hefur verið ráðin sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands og mun því færa sig aðeins til í Hafnarfirði.

Á kjarnasviði muna og minja er unnið að faglegu safnastarfi og, þjóðminjavörslu þ.e. varðveislu, rannsóknum og miðlun þjóðminja og safnkosts. Kjarnasvið endurspeglar lögbundið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands.

Segist Ágústa, í samtali við Fjarðarfréttir, hlakka til að taka við hinu nýja starfi enda þekki hún vel til hjá Þjóðminjasafnin eftir störf sín þar.

Ágústa hefur starfað í menningargeiranum í aldarfjórðung, þar sem hún hefur öðlast yfirgripsmikla þekkingu á safnastarfi, menningarsögu og rannsóknum, ásamt reynslu af rekstri, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu.

Frá árinu 2015 hefur Ágústa starfað sem forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Safnaráðs, sýningarstjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands, deildarstjóri sýningardeildar hjá Listasafni Reykjavíkur. Einnig hefur Ágústa sinnt stundakennslu við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Ágústa er með BA próf í sagnfræði og listfræði frá Háskóla Íslands og Stokkhólmsháskóla og MA próf í safnafræði frá Háskóla Íslands.

Samkomulag hefur verið um að Ágústa taki við starfinu 1. janúar nk. en Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sinni starfi forstöðumaður þar til nýr förstöðumaður verður ráðinn. Staðan verður auglýst.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2