fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirRólegt á fyrsta degi í sundlaugunum

Rólegt á fyrsta degi í sundlaugunum

Sundlaugar fengu að opna aftur í morgun og gladdi það margan fastagestinn sem hefur beði óþreyjufullur eftir að opnað yrði aftur.

Nú um tvöleytið voru aðeins 9 manns í Ásvallalaug skv. rauntimatalningu á vef sundlauganna, 4 i Sundhöllinni en 22 manns í Suðurbæjarlaug. Þó skal tekið fram að aðeins þeir sem eru fæddir 2004 og fyrr eru taldir með.

Hér má sjá rauntímaupplýsingar um fjölda gesta í sundlaugunum.

Hámarksfjöldi í Ásvallalaug eru nú 160, 80 í Suðurbæjarlaug og 32 í Sundhöll Hafnarfjarðar en það er helmingur af skráðum leyfilegum fjölda gesta í laugunum undir venjulegum kringumstæðum.

Suðurbæjarlaug er á ný opnuð eftir miklar lagfæringar. Gufubað og saunaklefi kvenna er þó áfram lokað og saunaklefar karla opnir með miklum takmörkunum á fjölda gesta.

Gestir eru hvattir til að gæta að 2 metra reglu í hvívetna og gæta fyllsta hreinlætis en samstarf í almannavörnum er forsenda þess að hægt er að hafa laugarnar opnar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2