fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirSara Björk Gunnarsdóttir kjörin íþróttamaður ársins

Sara Björk Gunnarsdóttir kjörin íþróttamaður ársins

Hafnfirska knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Fékk hún fullt hús stiga í kjörinu.

Sara Björk var einnig kjörin íþróttamaður ársins 2018.

Á árinu varð Sara þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg og vann svo Meistaradeild Evrópu með Lyon, fyrst íslenskra kvenna. Sara Björk var fyrirliði íslenska landsliðsins sem vann sér sæti á EM 2022, fyrr í þessum mánuði.

Sara hóf knattspyrnuiðkun árið 1996 með Haukum, eftir tólf ár hjá uppeldisfélaginu gekk hún til liðs við Breiðablik árið 2008. Frá Breiðabliki gekk hún til liðs við FC Malmö fyrir tímabilið 2011. Fimm árum og þremur meistaratitlum síðar, árið 2016, gekk hún til FC Wolfsburg í Þýskalandi. Hjá Wolfsburg hefur Sara sankað að sér verðlaunagripum, m.a. fjórum Þýskalandsmeistaratitlum og þremur bikartitlum.

Árið 2020 hélt Sara til Olympique Lyonnais í Frakklandi.

Fjórir Hafnfirðingar á topp tíu listanum

Alls voru fjóri Hafnfirðingar á topp tíu listanum því auk Söru Bjarkar var Anton Sveinn McKee, sem lenti í fjórða sæti, Aron Pálmarsson, sem lenti í þriðja sæti og Gylfi Þór Sigurðsson sem lenti í 9. sæti.

Þá varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir í 11. sæti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2