fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirFH sigraði á Hafnarfjarðarmótinu

FH sigraði á Hafnarfjarðarmótinu

Völtuðu yfir Hauka í lokaleiknum

Hafnarfjarðarmótinu í handbolta karla lauk í dag með leik FH og Hauka. Mótið, sem er undirbúningsmót fyrir Íslandsmótið, var óvenju jafnt í ár og hart barist í öllum leikjum. FH, Haukar og Valur unnu öll tvo leiki en FH var með hagstæðustu markatöluna og sigraði því á mótinu.

Leikur FH og Hauka var jafn í upphafi en fljótlega tóku FH-ingar yfirhöndina og í seinni hálfleik var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Mestu munaði um glæsilega frammistöðu Óðins Þórs Ríkharðssonar, hægri hornamanns FH sem skoraði 9 mörk en hann er nýkominn til FH. Þá skoraði Einar Rafn Eiðsson einnig 9 mörk og Þorgeir Björnsson skoraði 5. Ágúst Elí Björgvinsson varði 15 skot í marki FH.

Hjá Haukum var Janus Daði Smárason markahæstur með 6 mörk og Adam Haukur Baumruk skoraði 4.

Úrslit
Leikur 1 FH – UMFA 35-31 (19-15)
Leikur 2 Haukar – Valur 35-25 (16-11)
Leikur 3 Haukar – UMFA 32-29 (15-13)
Leikur 4 FH – Valur 25-26 (13-11)
Leikur 5 UMFA – Valur 24-32 (15-12)
Leikur 6 FH – HAUKAR 31-22 (18-14)

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2