fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttir70 kannabisplöntur í heimahúsi í Hafnarfirði

70 kannabisplöntur í heimahúsi í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi í Hafnarfirði í vikunni. Lagt var hald á um 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Við húsleit tók lögreglan jafnframt í sína vörslu búnað tengdan starfseminni, en húsráðandi hefur játað sök og telst málið upplýst.

Lögreglan stöðvaði einnig kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gær og einnig í heimahúsi í Reykjavík í vikunni. Málin eru ekki sögð tengjast.

Lögreglan minnir á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2