fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAusturríkismenn gera kröfur um vandaðri grímur

Austurríkismenn gera kröfur um vandaðri grímur

Fólk í Austurríki þarf nú að nota sk. FFP2 grímur í verslunum og almenningssamgöngum. Skylda hefur verið að nota grímurnar í skíðalyftum frá 24. desember sl.

Sama gildir á vinnustöðum þar sem ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk og í heimsóknum til lækna og opinberra stofnana.

FFP2 grímur uppfylla gæðastaðla EN 149:2001 og A1:2009 og eiga að hindra um 94% agna sem eru 0,3 míkrómillimtra að stærð eða stærri.

Ólíkt hefðbundnum tau- og pappírsgrímum, sem aðallega vernda annað fólk gegn dropasmiti, vernda FFP2 grímur einnig notandann sjálfan.

FFP2 grímur eru af þeirri gerð sem sjást til hægri á myndinni.

Fólk sem brýtur reglur í Austurríki um að nota FFP2 grímur getur fengið 25 € sekt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2