Lestrarkeppni á milli grunnskóla landsins var haldin í annað sinn 18. – 25. janúar þar sem keppt var um fjölda setninga sem nemendur lesa inn í Samróm, sem er verkefni til að safna upptökum af lestri sem notaður verður til þess að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku.
Í heildina lásu 6.172 nemendur um 790 þúsund setningar fyrir 136 skóla. Verkefnið hefur staðið yfir frá því lok árs 2019 og fram að keppninni höfðum við safnað um 320 þúsund setningum. Það gerir um 131 setningu á hvern þátttakanda en raunin var að tugir keppenda lásu þúsundir setninga.
Keppt var í þremur flokkum eftir fjölda nemenda í 4.-10. bekk og einstaklingsflokki og sigraði Smáraskóli í B-flokki með 133.311 lesnar setningar og Grenivíkurskóli sigraði í C-flokki með 129.075 lesnar setningar.
Setbergsskóli sigraði í A-flokki með samtals 27.457 lesnar setningar og í 6. sæti alls.
Lækjarskóli varð í 10. sæti í heild með 14.425 lesnar setningar, Skarðshlíðarskóli varð í 17. sæti með 9.578 lesnar setningar, Áslandsskóli varð í 40. sæti með 2.167 lesnar setningar, Víðistaðaskóli í 43. sæti með 1.559 lesnar setningar, Hraunvallskóli í 72. sæti með 269 lesnar setningar og Öldutúnsskóli í 81. sæti með 188 lesnar setningar en alls tóku 172 skólar þátt í keppninni.
Höfðaskóli, Gerðaskóli og Myllubakkaskóli fengu viðkenningu fyrir framúrskarandi árangur.
Ylfa Fanndís í Höfðaskóla las flestar setningar allra, samtals 12.254 setningar. Þorsteinn í Setbergsskóla var efstur Hafnfirðinga, varð í 28. sæti en hann las 1.826 setningar.
Verðlaunaafhending var á Bessastöðum í gær þar sem forseti og forsetafrú Íslands veittu skólunum verðlaun.