fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirLögregla beitti piparúða í nótt gegn óstýrilátum farþegum bifreiðar

Lögregla beitti piparúða í nótt gegn óstýrilátum farþegum bifreiðar

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður í Hafnarfirði af lögreglunni um kl. 2 í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.

Farþegar í bifreiðinni hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu og tálmuðu störf lögreglu á vettvangi. Reyndu farþegarnir meðal annars að opna hurðir lögreglubifreiðar auk þess sem þeir reyndu að hindra lögreglu við að komast af vettvangi með einstakling sem var handtekinn.

Þurfti lögreglan að beita piparúða til að ná stjórn á vettvangi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2