fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFyrsta byggingarleyfið veitt í Hamranesi

Fyrsta byggingarleyfið veitt í Hamranesi

Fyrsta byggingarleyfið í Hamranes var veitt í upphafi vikunnar  Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sótti í desember 2020 um leyfi fyrir 4. hæða fjölbýlishúsi á lóðinni að Hringhamri 1 en til stendur að reisa þar hús með 24 íbúðum hannað af Guðmundi Gunnlaugssyni arkitekt.

Í Hamranesi er gert ráð fyrir grunnskóla og tveimur leikskólum auk íbúða fyrir eldri borgara.

25 hektara nýbyggingarsvæði

Hamranesið er um 25 hektara nýbyggingarsvæði sunnan við Ásvallabrautina. Búið er að úthluta til verktaka sex lóðum með alls 148 íbúðum.

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. eru þegar farnir af stað með framkvæmdir á fyrstu lóðinni við Hringhamar 1 og að leggja inn teikningar fyrir annarri byggingu á svæðinu.

Samtals hefur verið úthlutað lóðum til byggingarverktaka fyrir 148 íbúðir.

Bjarg íbúðafélag, sem er með tvær lóðir í Hamranesinu, hefur unnið deiliskipulag fyrir 148 íbúðir á lóðunum og því hefur verið úthlutað lóðum fyrir 296 íbúðir.

Gatnagerð er nú lokið við verktakareiti og í kringum Bjargslóðir en búast má við að annarri gatnagerð ljúki nk. haust.

Þá er búið að úthluta í Hamraneshverfi þróunarreitum fyrir 932-1022 íbúir og geta lóðarhafar hafið gerð deiliskipulagstillagna á sínum reitum. Búast má við að deiliskipulagsvinnan taki allt að 6 mánuði áður en unnt er að leggja inn byggingarleyfisumsóknir.

Þessir hafa fengið úthlutað þróunarreitum

Reitir 1A/2A: Varmárbyggð ehf, systur-/dótturfélags Eyktar ehf; áætlaður fjöldi amk. 150 íbúðir.

Reitur 2: Tendra, Verklandshópurinn: – 50 einingar / íbúðir,

Reitur 3: Rafael Campos de Pinho, Vaxtarhús: – 75 einingar/íbúðir

Reitur 3A: Óstofnað dótturfélag Skugga ehf; áætlaður fjöldi íbúða er amk. 120.

Reitur 4: GP arkitektar fjölbýlishús: – 110-130 einingum/íbúðum.

Reitur 8A: Óstofnað dótturfélag Vilhjálms ehf; áætlaður fjöldi amk. 110 íbúðir.

Reitur 12: Lifandi Samfélags – 70 einingar/íbúðir

Reitur 13: Arkþings – Þingvangs – 70 einingar/íbúðir

Reitur 14: Skipan – 100 einingar/íbúðir.

Reitur 25B: Óstofnað dóttur-/hlutdeildarfyrirtækis Sundaborgar ehf; áætlaður fjöldi íbúða er amk. 77 íbúðir.

Aðaltorg ehf. hafði fengið úthlutað þróunarreit nr. 1 fyrir 75 íbúðir en skilaði honum nýlega.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2