fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHvíldarinnlagnir sem yfir 250 manns geta nýtt sér á ári

Hvíldarinnlagnir sem yfir 250 manns geta nýtt sér á ári

Skrifað undir samning um endurnýjun á húsnæði gamla Sólvangs

Í gær var undirritaður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar sem felur í sér endurgerð húsnæðis gamla Sólvangs þar sem komið verður á fót nýrri tegund sérhæfðrar þjónustu fyrir aldraða.

Eins og komið hefur fram á fjardarfrettir.is verður í húsinu rými til skammtíma- og hvíldarinnlagna fyrir 39 einstaklinga. Að auki verður opnuð ný hjúkrunardeild í húsinu með aðstöðu fyrir 11 einstaklinga. Heilbrigðisráðuneytið mun veita Hafnarfjarðarbæ 120 milljónir króna vegna verkefnisins en það var tilkynnt 11. desember sl. þar sem kom fram að heilbrigðisráðuneytið legði áherslu á að hafist verði handa sem fyrst við endurbætur á gamla Sólvangi.

Nokkur hópur var viðstaddur undirritunina á Sólvangi.

Í tilkynningu segir að þar verði létt endurhæfing og lagt mat á frekari stuðningsþarfir viðkomandi.

Gert er ráð fyrir að árlega verði hægt að veita að minnsta kosti 250 einstaklingum þessa þjónustu. Markmiðið er að efla getu fólks til að búa lengur heima.

Sólvangur

Létta á álagi af Landspítala

Eitt af megnimarkmiðum þjónustunnar er að beita forvörnum sem dregið geta úr líkum á alvarlegum heilsubresti sem útheimtir þjónustu á bráðamóttöku eða leiðir til ótímabærrar innlagnar á sjúkrahús. Þjónustunni er þannig ætlað að létta álagi af Landspítala, auka stuðning við aðstandendur aldraðra sem oft eru undir miklu álagi og síðast en ekki síst að bæta lífsgæði þeirra öldruðu sem þjónustunnar njóta og gera þeim betur kleift að búa lengur heima en ella.

Ánægjuleg stund

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði þetta ákaflega ánægjulega stund, „og styður þessa hugmyndafræði sem við erum búin að hafa hér í Hafnarfirði og með ráðuneytinu í langan tíma að byggja hér upp öldrunarmiðstöð á þessu svæði. Þetta er búið að gerast í skrefum, stórum skrefum og mikilvægum og þetta er eitt af stærri skrefunum og við erum ákaflega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika.“ Þakkaði bæjarstjóri fyrir frábært samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og alla sem að þessu starfi hafa komið.

Maður breytist ekki í málaflokk þegar maður verður gamall

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra tók undir með bæjarstjóra að þetta væri ofsalega mikilvægt skref. Nefndi hún að hún hafði nýlega verið að hlusta á viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur í útvarpi þar sem var verið að tala um það sem við öll brennum fyrir sem er fjölbreyttari og sveigjanlegri þjónusta fyrir alla. „Fólk er alls konar og líka þegar það er fullorðið og þarf mismunandi úrræði og vill mismunandi líf, eins og við viljum á öllum öðrum aldri. Maður breytist ekki í málaflokk þegar maður verður gamall, hef ég stundum sagt.“ Sagði hún að þjónustan sem yrði á Sólvangi endurspeglaði þá heildrænu og sveigjanlegu nálgun sem snýst um það að þjónustan vaxi stig af stigi eftir því sem þörfin kæmi, en sé ekki til þjónustunnar vegna, heldur notandans vegna. „Ég er sérstaklega ánægð með hvað Hafnfirðingar hafa viljað vera í forystu fyrir sveigjanlega og fjölbreytta þjónustu fyrir aldraða,“ sagði ráðherra m.a. við undirritunina.

3. hæðin á Sólvangi sem nú verður endurnýjuð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2