fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirEru engin takmörk fyrir sóðaskapnum?

Eru engin takmörk fyrir sóðaskapnum?

Það er ósjaldan sem sjá má ummerki eftir bæjarbúa sem gætu flokkast undir alvöru umhverfissóða. Víða um upplandið hafa sést ummerki um að bæjarbúar hafi losað sig við ótrúlegustu hluti út fyrir veg eða í næstu gjótu. Ekki virðist þetta alltaf vera einfaldasta leiðin enda hafa menn stundum þurft að aka langt og hafa nokkuð fyrir að losa sig við rusl. Sjá hefur mátt gamlar þvottavélar, flísar og steinbrot, timbur, rafgeyma og almennt rusl.

Reyndar eru dæmi um að umhverfissóðarnir komi úr nágrannasveitarfélagi.

Minni haugurinn

Vörubílstjóri, sem ekur um Krýsuvíkurveginn, vakti athygli Fjarðarfrétta á rusli sem sást við stuttan vegslóða sem liggur til vesturs, rétt norðan við Bláfjallaveg, rétt þar sem Stórhöfðastígur þverar Krýusuvíkurveginn.

Þekkir þú ruslið?

Við skoðun mátti sjá að þarna var töluvert af byggingarrusli, gifsplötur, einangrun og vörubretti en líka almennt rusl sem betur hefði átt heima í næstu ruslatunnu.

Greinilegt er að ekki er langt síðan þessu var hent þarna í tveimur ferðum og það staðfestist þegar litið er á umbúðir sem þarna mátti finna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2