fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirEnn snuprar Skipulagsstofnun bæjaryfirvöld vegna skipulagsbreytinga í Sléttuhlíð

Enn snuprar Skipulagsstofnun bæjaryfirvöld vegna skipulagsbreytinga í Sléttuhlíð

Ekki óveruleg breyting á aðalskipulagi að leyfa leigu í atvinnuskini í frístundabyggð

Nýlega staðfesti bæjarstjórn óverulega breytingu á aðalskipulagi fyrir frístundabyggðina í Sléttuhlíð. Var það gert eftir að Skipulagsstofnun hafði 13. ágúst sl. ógilt deiliskipulagsbreytingu sem gerð var til að heimila að leigja út frístundahús í atvinnuskyni á svæðinu, þar sem slík breyting var ekki í samræmi við aðalskipulag.

Að mati stofnunarinnar þurfa að vera til staðar skipulagsákvæði i aðalskipulaginu um tegund gististaða sem heimilt sé að reka í atvinnuskyni í frístundabyggð og umfjöllun um það hvers vegna það sé talið ákjósanlegt. Við ákvörðun um að heimila gististað í frístundabyggð þurfi jafnframt að hafa í huga áhrif slíks atvinnureksturs á hagsmunaaðila í grennd og gæði byggðar.

Þó svo heimild til að leigja út sumarhús í atvinnuskyni hafi átt við alla byggðina og hefði áhrif á alla á svæðinu, taldi Hafnarfjarðarbær að um óverulega breytingu á aðalskipulagi væri að ræða en á það fellst Skipulagsstofnun ekki.

Í bréfi Skipulagsstofnunar til Hafnarfjarðarbæjar 6. apríl sl. kemur fram að stofnunin felst ekki á að málsmeðferð um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, vegna heimildar til að leigja út frístundahús í atvinnuskyni í Sléttuhlíð, geti verið í samræmi við 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga heldur skuli fara með skipulagstillöguna skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga sem er veruleg breyting á aðalskipulagi.

Í bréfinu er sagt að breytingin taki til stórs svæðis og varði hagsmuni allra lóðarhafa í frístundabyggðinni en á það hafi einnig verið bent í athugasemdum sem bárust fyrr í skipulagsferlinu.

Í ódagsettri greinargerð breytingartillögunnar segir m.a.: „Heimilt er að leyfa gistingu í flokki II á svæðinu sem er gististaður án veitinga að skilyrðum uppfylltum sem fram koma í reglugerð og lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.“

Stofnunin bendir á að flokkun gististaða skv. 3. gr. reglugerða nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, taki aðeins mið af því hvort samhliða gistingu sé boðið upp á veitingar. Hins vegar er í 4. gr. sömu reglugerða kveðið á um tegund gististaðar og hún segir nokkuð til umfang og eðli gistiþjónustu sem heimila á og skipti því máli í skipulagssamhengi. Í skipulagsákvæðum frístundabyggðarinnar þarf að koma fram að um er að ræða heimild til útleigu frístundahús, sbr. h-lið 4. gr. reglugerðar 1277/2016.

Stofnunin bendir á ýmis atriði sem betur megi fara m.a. að misræmi sé á að í gildandi aðalskipulagi sé ósamræmi á milli upplýsinga í töflu 10 og umfjöllunar í kafla 2.2.9 um stærð svæðisins þar sem annars vegar sé svæðið sagt 25 hektarar og hins vegar 230 hektarar.

Minnt er á að samþykkja þurfi deiliskipulagsbreytinguna að nýju í skipulagsnefnd og í bæjarstjórn þar sem fyrri samþykktin hafi verið í ósamræmi við gildandi aðalskipulag. Heimilt sé að samþykkja og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingunni samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Þá hvetur stofnunin til að athygli þeirra sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu verði sérstaklega vakin á breytingunni í auglýsingu tillögunnar.

Sjá má bréf Skipulagsstofnunar hér.

Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

 

Skipulagsstofnun afturkallar deiliskipulagsbreytingu í Sléttuhlíð

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2