fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirSorpa tekur ekki við rusli í svörtum plastpokum frá 1. júlí!

Sorpa tekur ekki við rusli í svörtum plastpokum frá 1. júlí!

Verslun Góða hirðisins við Hverfisgötu í Reykjavík opnuð aftur

Sorpa mun ekki taka við rusli í svörtum plastpokum á endurvinnslustöðum sínum frá og með 1. júlí nk. Frá og með deginum í dag á að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar.

Er þetta gert til að stuðla að meiri endurvinnslu og styðja við hringrásarhagkerfið er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskiptavinir hafa til 1. júlí til þess að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra.

Sorpa fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í dag og í tilefni dagsins fá allir viðskiptavinir endurvinnslustöðvanna glæran poka að gjöf frá fyrirtækinu. Þetta er gert til að auðvelda fólki umskiptin og minna á mikilvægi glæru pokanna. Glærir pokar fást keyptir á endurvinnslustöðvum Sorpu og í helstu stórverslunum á höfuðborgarsvæðinu innan skamms.

Af sama tilefni verður ný og endurbætt verslun Góða hirðisins við Hverfisgötu 94-96 opnuð aftur eftir framkvæmdir.

„Sorpa fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í dag. Það er stór dagur í lífi allra og okkur þykir á þessum tímamótum rétt að undirstrika enn stuðning okkar við hringrásarhagkerfið með þessum áherslum. Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun. Glæru pokunum er ætlað að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að hjálpa viðskiptavinum okkar að skila endurvinnsluefnunum í réttan farveg. Aukin áhersla á endurnot með útibúi Góða hirðisins við Hverfisgötu er auk þess mikilvægur stuðningur við endurnot í hringrásarhagkerfinu,“ segir Jón Viggó í tilkynningunni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2