fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBúið að úthluta öllum lóðum í Hamranesi

Búið að úthluta öllum lóðum í Hamranesi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar úthlutaði á fundi sínum í gær síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis.

Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega 4000.

5300 íbúar í tveimur nýjum hverfum

Samanlagt er áætlað að íbúafjöldi í Skarðshlíð og Hamranesi verði um 5300 í um 2300 íbúðum. Í Vallahverfi sem stendur næst þessum hverfum búa rétt rúmlega 5700 íbúar í dag.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að nýlega útgefin byggingarleyfi og byggingarleyfi í ferli fyrir rétt um 300 íbúðir nái til verktakalóða og Bjargs íbúðafélags. Á s.k. þróunarreitum á svæðinu munu rísa a.m.k. 1442 íbúðir. Síðustu þróunarreitunum fyrir a.m.k. 420 íbúðir var úthlutað á fundi bæjarstjórnar í gær. Þegar úthlutaðir þróunarreitir eru í ferli m.t.t. deiliskipulags en gera má ráð fyrir að ferlið taki 3-6 mánuði. Samhliða vinna þróunaraðilar reitanna að aðaluppdráttum og ættu að geta hafist handa við framkvæmdir og uppbyggingu á árinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2