fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSigurður Sigurjónsson er Gaflari ársins

Sigurður Sigurjónsson er Gaflari ársins

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar útnefndi í síðustu viku Gaflara ársins í tuttugasta sinn.

Í ár varð það leikarinn Sigurður Sigurjónsson sem var heiðraður fyrir hans störf í þágu leiklistarinnar.

Jón Rúnar Jónsson, formaður Gaflarnefndar ásamt Sigurður og Lísu.

Fór athöfnin fram í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar en Sigurður var virkur félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði á sínum yngri árum.

Skátarnir Sigurður Sigurjónsson og Gísli J. Johnsen, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

Alls hafa 20 einstaklingur verið útnefndur Gaflari ársins af Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, einu sinni voru tveir einstaklingar útnefndir saman og einu sinni hefur hópur verið tilnefndur.

Nöfn allra sem útnefndir hafa verið eru á Gaflaranum.
  • 1999  Sigurbergur Sveinsson, Fjarðarkaupum
  • 2000  Örn Arnarson sundmaður úr SH
  • 2003  Ágúst G. Sigurðsson og Guðrún H. Lárusson í Stálskipum
  • 2004  Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH
  • 2005  Jóhannes Viðar Bjarnason í Fjörukránni
  • 2006  Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
  • 2007  Hulda Runólfsdóttir kennari
  • 2008  Björgvin Halldórsson tónlistarmaður
  • 2009  Helgi Vilhjálmsson í Góu
  • 2010  Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona
  • 2011  Hólmfríður Finnbogadóttir í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar
  • 2012  Lovísa Christiansen hjá Krýsuvíkursamtökunum
  • 2013  Karlakórinn Þrestir
  • 2014  Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, myndlistarkona
  • 2015  Árni Gunnlaugsson, lögfræðingur og tónskáld
  • 2016  Eiríkur Smith myndlistarmaður
  • 2017  Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH
  • 2018  Birna Ragnarsdóttir í RB rúmum
  • 2019  Haraldur Þór Ólason í Furu
  • 2021  Sigurður Sigurjónsson leikari

Samantekt lista: Fjarðarfréttir

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2