fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanSvar óskast

Svar óskast

Magnús Pálmarsson, íbúi í norðurbæ Hafnarfjarðar skrifar

Hvaða skoðun ætli Hafnfirðingar hafi nú á þessu útspili bæjarins (lesist.. fólkið sem við kusum til að sjá um bæinn okkar) að hætta að safna garðaúrgangi frá bæjarbúum við lóðarmörk og setja í staðinn losunargáma inn á skólalóðir sem fólk getur komið akandi með góssið og skilað því þar? Það veit það engin því við vorum aldrei spurð, en ég hef ýmislegt að segja um þetta.

1.
Ég kaus ekki um minni þjónustu til handa bæjarbúum í síðustu kosningum. Ég man reyndar ekki eftir að nokkur flokkur hafi farið fram með það sem stefnumál en greinilega fór það framhjá mér.

2.
Ég er nokkuð viss að tilvist þessarar þjónustu sé einmitt vegna þess hversu óhentugt það er fyrir bæjarbúa að koma garðaúrgangi frá sér. Sumir eiga ekki kerrur til að draga þetta á, sumir eiga ekki hentuga bíla til að koma þessu inn í, sumir eiga ekki einu sinni bíla yfir höfuð og þurfa því væntanlega að koma hjólandi með þetta.. ef þeir eiga á annað borð hjól því þau verð flest fljótt ónýt á handónýtum gangstéttum bæjarins.

3.
Þessu var laumað í gagnið í fyrra undir yfirskriftinni „COVID!!!“ og nú á að þvinga þessu niður hálsinn á okkur.. án nokkurrar tilkynningar um að það sé verið að breyta þessari þjónustu, markmiðið er að reyna að komast upp með að tilkynna gámana við skólana eins og það hafi bara alltaf verið þannig.

Lélegt!

4.
Í staðin fyrir að einn eða tveir eða hvað það nú er bílar á vegum áhaldahússins rúnti um bæinn okkar.. með heitar vélar og lágmarksmengun og týni þetta saman eiga nú hundruð kaldra hámarksmengandi bíla að fara stuttar ferðir inn á skólalóðir til að koma þessu í gám.

5.
Hvaða snillingi datt í hug að setja þessa gáma inn á skólalóðir? Hvað annað er inn á skólalóðum í maí? Hverjum dettur í hug að stefna þangað hundruð bíla?

6.
Hjá nágrönnum okkar í skattaparadísinni Garðabæ er ekki verið að reyna svona snúning á íbúunum. Þar er garðaúrgangur áfram sóttur við lóðamörk nú eins og áður, enda bærinn fallegur og ágætlega hirtur.

7.
Ég rifjaði upp fréttir með aðstoð Google sem birtust um þessa nauðsynlegu breytingu í fyrra..

28. apr. 2020
www.hafnarfjordur.is
“Síðustu ár hefur garðúrgangur verið sóttur heim til íbúa en í ljósi aðstæðna í ár hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi og framkvæmd þjónustunnar. Fordæmalausir tímar kalla á aukna varfærni og sóttvarnir auk þess sem tilvist þjónustunnar hefur verið til umræðu síðustu misseri.“

Kannast einhver við þessa umræðu? Ég hef aldrei heyrt minnst á hana áður.

28. apríl 2020 
www.fjardarfrettir.is 
„Tilvist þjónustunnar hefur verið til umræðu síðustu misseri en þjónustan hefur kallað á mikinn akstur og vinnu starfsmanna bæjarins.”

Og  þar kom svarið….. Við nennum þessu ekki!!!

Og áfram…

„Vonir standa til þess að breytt fyrirkomulag leiði til þess að magn plastpoka og urðun tengd garðhreinsun minnki”

Heldur þetta fólk að menn mæti með runnaafklippurnar í vösunum! Það var einmitt hægt að sleppa pokunum þegar þetta var sótt á lóðarmörk, nú er orðið nauðsynlegt að setja þetta í poka.. hvort sem þeir fara svo í ruslið heima hjá mér eða hjá bænum.

Að lokum, ákvarðanir taka sig ekki því miður ekki sjálfar og til að setja andlit á málið, þá eru þetta kjörnu fulltrúarnir okkar sem sitja í Umhverfis- og framkvæmdaráði og bera væntanlega ábyrgð á þessum gjörning.. því menn standa nefnilega og falla með gjörðum sínum.

Helga Ingólfsdóttir formaður – Sjálfstæðisflokki
Árni Rúnar Árnason varaformaður – Framsókn og óháðir
Skarphéðinn Orri Björnsson – Sjálfstæðisflokki
Friðþjófur Helgi Karlsson – Samfylkingin
Þórey S. Þórisdóttir – Viðreisn

Magnús Pálmarsson,
íbúi í norðurbæ Hafnarfjarðar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2