fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttir453 hlupu í Hvítasunnuhlaupi Hauka - MYNDIR

453 hlupu í Hvítasunnuhlaupi Hauka – MYNDIR

Maxime Sauvageon í Hlaupahópi HK var fljótastur allra í 22 km hlaupinu

Mjög góð þátttaka var í Hvítasunnuhlaupi Hauka sem haldið var í upplandi Hafnarfjarðar í morgun en alls hlupu 453 hlaupaveglengdirnar þrjár, 22 km, 17,5 km og 14 km. Það er Skokkhópur Hauka sem stendur fyrir þessu vinsæla árlega hlaupi.

Hópur hlaupara á leið niður Vatnshlíðina að Hvaleyrarvatni.

Maxime Sauvageon var fljótastur allra í 22 km hlaupinu og kom fyrstur í mark 130 karla. Rannveig Oddsdóttir kom fyrst í mark kvenna en alls hljóp 81 kona.

Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur í mark 42 karla í 17,5 km hlaupinu.
Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst í mark 73 kvenna.

Ingvar Hjartarson kom fyrstur í mark 14 km hlaupinu þar sem 33 karlar hlupu.
Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst í mark  kvenna en alls hlupu 94 konur þessa vegalengd.

Hlaupið var frá Ásvöllum, meðfram Ástjörn, yfir Vatnshlíðina og meðfram Hvaleyrarvatni, kringum Stórhöfðann og upp á hann, um Seldalinn, yfir Langholtið og um Fremstahöfða, eftir gamla Kaldárselsveginum, framhjá Skátalundi, um Höfðaskóginn, upp á Vatnshlíðarhnúkinn og að Ásvöllum. Þeir sem hlupu 14 og 17,5 km hlupu eðlilega ekki alla þessa leið. Hlaupið er á þröngum stígum og slóðum, breiðari stígum og malarvegum og margar brekkurnar á leiðinni.

Helstu úrslit

22 km hlaup karlar

Þórólfur Ingi Þórsson, Maxime Sauvageon og Þorsteinn Roy Jóhannsson.
  1. Maxime Sauvageon (1985): 01:25:44 klst.
  2. Þórólfur Ingi Þórsson (1976): 01:26:02 klst.
  3. Þorsteinn Roy Jóhannsson (1991): 01:27:23 klst.

22 km hlaup konur

Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Rannveig Oddsdóttir og Mari Jaersk.
  1. Rannveig Oddsdóttir (1972): 01:40:46 klst.
  2. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir (1981): 01:46:58 klst.
  3. Mari Jaersk (1987): 01:54:50 klst.

17,5 km hlaup karlar

Hlynur Guðmundsson, Sigurjón Ernir Sturluson og Helgi Rúnar Pálsson.
  1. Sigurjón Ernir Sturluson (1990): 01:12:50 klst.
  2. Hlynur Guðmundsson (1972): 01:13:20 klst.
  3. Helgi Rúnar Pálsson (1979): 01:17:33 klst.

17,5 km hlaup konur

Thelma Björk Einarsdóttir, Anna Berglind Pálmadóttir og Jóhanna Ólafs.
  1. Anna Berglind Pálmadóttir (1979): 01:21:01 klst.
  2. Jóhanna Ólafs (1970): 01:23:12 klst.
  3. Thelma Björk Einarsdóttir (1990): 01:23:36 klst.

14 km hlaup karlar

Birkir Einar Gunnlaugsson, Ingvar Hjartarson og Lárus Sverrisson.
  1. Ingvar Hjartarson (1994): 00:54:41 klst.
  2. Birkir Einar Gunnlaugsson (1995): 00:59:13 klst.
  3. Lárus Sverrisson (1988): 01:05:59 klst.

14 km hlaup konur

Sigurþóra Brynja Kristjánsdóttir, Andrea Kolbeinsdóttir og Linda Heiðarsdóttir.
  1. Andrea Kolbeinsdóttir (1999): 00:59:34 klst.
  2. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (1990): 01:06:24 klst.
  3. Linda Heiðarsdóttir (1982): 01:12:23 klst.

Öll úrslit má sjá hér.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2