fbpx
Miðvikudagur, nóvember 27, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálHvernig samræmist „fjölbýlisklasi með 23 íbúðum og atvinnurými“ markmiðum Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um...

Hvernig samræmist „fjölbýlisklasi með 23 íbúðum og atvinnurými“ markmiðum Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um „að endurheimta fyrra yfirbragð byggðarinnar“?

Undanfarin ár hafa íbúar mótmælt núverandi byggingaráformum á Dvergsreit og beðið bæjarstjórn um að hugsa sinn gang enda umfang og hæð bygginga í engu samræmi við lágreista byggð aldagamalla húsaraða við Hamarinn. Í hinu formlega ferli voru sendar inn 23 athugasemdir frá 23 aðilum og hópum, þar sem bent var á mikla hæð og ósamræmi fjölbýlishúsanna við gömlu húsin. Skipulagsyfirvöld og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafnaði öllum þessum athugasemdum. Íbúar hafa kallað eftir skýrari aðferðum, líkönum, þrívíddarmyndum og svo frv. til að útskýra fyrir bæjarbúum á betri máta samanburð við eldri byggð. Það kemur greinilega í ljós í umræðum á samfélagsmiðlum undanfarna daga þar sem menn kvarta yfir óljósum skýringum. Helsta kynningarmyndin bæjaryfirvalda hefur fram að þessu verið loftmynd sem sýnir mjög illa raunverulega hæð fyrir hinn venjulega vegfaranda.

Í frétt í MBL þann 11.04. 2021 er fjallað um fyrstu skóflustungu þessa fjölbýlisklasa. Þar er vitnað í fréttatilkynningu frá Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á 100 ára afmæli kaupstaðarins, þann 1. júní 2008, að haldin yrði samkeppni um deiliskipulag og uppbyggingu á Dvergslóðinni, Lækjar¬götu 2. Eitt af mark¬miðum keppn¬inn¬ar var að endurheimta fyrra yf¬ir¬bragð byggðar¬inn¬ar að því er fram kem¬ur í til¬kynningu frá Hafnafjarðarbæ. “

Fólki er spurn hvernig í ósköpun getur „Fjölbýlisklasi með 23 íbúðum og atvinnurými“ háar og umfangsmiklar byggingar, samræmst markmiðum Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um „að endurheimta fyrra yfirbragð byggðarinnar” sem samanstendur af húsaröðum aldagamalla húsa?

Sigurjón Elíasson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2