fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttir5. bekkingar hittu bæjarstjóra með eina ósk

5. bekkingar hittu bæjarstjóra með eina ósk

Vilja annan grasfótboltavöll við skólann

Nemendur í 5. bekk Engidalsskóla hittu Rósu Guð­bjartsdóttur bæjarstjóra í síðustu viku til að fylgja eftir bréfi þar sem nemendurnir óska eftir að fá annan gras­fótboltavöll við skólann.

Voru nemendur nokkuð hóg­værir í kröfum sínum en í bréfinu stóð:

Við vitum að það eru til fleiri fótboltavellir í kringum skólann okkar en gervigrasvöllurinn, en þeir eru báðir malbikaðir. Mikil hætta er á að við slösum okkur á þeim völlum enda erum við alvöru fótboltafólk sem fórnum okkur í leikinn. Við óskum hér með eftir því að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar komi til móts við okkur verðandi atvinnufólk í fótbolta og útvegi okkur annan gervigrasvöll á skólalóðina okkar.

Við myndum helst vilja fá báðum malbikuðu völlunum breytt í gervigrasvelli en sættum okkur við einn. Einnig væri mjög gott ef að þið mynduð vilja byggja grindverk utan um nýjan gervigrasvöll þar sem boltar eru dýrir og eiga til að týnast í hrauninu í kringum skólann þar sem ekkert grindverk er.

Es. Ef að það er ekki hægt að kaupa alvöru gervi­gras myndum við alveg sætta okkur við annað undirlag svo framarlega sem það er mjúkt og gott að hlaupa á því og renna á því ef maður dettur í fót­boltaleik.

Með von um jákvæð svör, 5. bekkur í Engidalsskóla.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2