fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
HeimÁ döfinniSýning tólf kvenna í gluggum Bókasafnsins

Sýning tólf kvenna í gluggum Bókasafnsins

Um síðustu helgi var opnuð sýningin „Heima er þar sem hjartað slær“ í aðalsal Bókasafns Hafnarfjarðar.

Sýningin er unnið í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og snýr að upplifunum kvenna á hugmyndinni um heimili, þvert á þjóðerni.

Tólf konur, undir handleiðslu listakvennanna Önnu Maríu Cornette og Gillian Pokalo, hafa hannað klukkur sem eru gerðar með blöndu af silkiprenti, akrýl og pennum á krossvið. Verkin ásamt hugleiðingum um myndval skrýða nú glugga bókasafnsins. Ásamt þessum verkum eru einnig klukkur sem gerðar voru í Bandaríknunum og Rekjanesbæ þegar vinnustofunar voru fyrst haldnar í samvinnu við Heimskonur í Reykjanesbæ.

Allar eiga þær konur sem taka þátt sameiginlegt að hafa verið á faraldsfæti og haldið heimili í fleiri en einu landi og snýr sýningin að hugmyndinni um tíma, rúm og hvað það er að vera heima.

Sýningin stendur til 3. september n.k.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2