fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBætt öryggi gangandi við Bæjartorg

Bætt öryggi gangandi við Bæjartorg

Nú er loks verið að þrengja Fjarðargötuna á móts við Norðurbakka 1, við Bæjartorg til að auka öryggi gangandi vegfarenda.

Tvær akreinar hafa verið á Fjarðargötu þegar hún kemur að Bæjartorgi, á mótum Reykjavíkurvegar, Strandgötu, Fjarðargötu og Vesturgötu. Fjarðargatan er annars aðeins með eina akrein í hvora átt og Reykjavíkurvegur og Vesturgata sömuleiðis og því þótti undarlegt að hafa tvær akreinar næst hringtorginu og á hringtorginu sjálfu á milli Fjarðargötu og Strandgötu.

Gangbraut er yfir Fjarðargötuna á móts við Norðurbakka 1 og þar hefur verið yfir 3 akreinar að fara.

Þrátt fyrir ábendingar voru fyrstu tillögur að endurbótum lagðar fram í mars sl. en það er Vegagerðin sem ber ábyrgð á framkvæmdunum.

Skýringarmynd sem sýnir breytingarnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2