fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífDansinn dunar hjá DÍH

Dansinn dunar hjá DÍH

Dansiðkendur í samkvæmisdönsum Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar hafa æft dans af fullum krafti í allt sumar.

Í byrjun ágúst fóru þau Helgi Daníel Hannesson 11 ára og Magdalena Andradóttir 9 ára til Blackpool í keppni í samkvæmisdönsum og náðu þau mjög góðum árangri. Þau kepptu í heila viku og fóru alla leið í undanúrslit og náðu 8. sæti í jive keppninni.

Magdalena Andradóttir og Helgi Daníel Hannesson – Ljósmynd: Lotto Open – Örvar Möller

Nú stendur yfir innritun í alla flokka hjá DÍH og hefst kennsla laugardaginn 4. september.

Kennslustaðir DÍH eru Bjarkarhúsið Haukahrauni og íþróttahús Setbergsskóla. Keppnisflokkur hefur einnig æfingaaðstöðu í Kaplakrika í stórum glæsilegum sal þar sem frábært er að æfa ballroom dansa.

Nánar má sjá um starfsemina á www.dih.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2