fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífHafnfirsk ungmenni náðu glæstum árangri í dansi í Blackpool

Hafnfirsk ungmenni náðu glæstum árangri í dansi í Blackpool

Hafnfirsku ungmennin, Deniel Nils Dmitrisson og Erika Ósk Hrannarsdóttir náðu frábærum árangri á dögunum á einni stærstu og virtustu barna og unglingakeppni sem haldin er í heiminum í dag, British Junior Dance Festival og er haldin í Blackpool.

Keppnin stóð yfir í heila viku og komust Deniel og Erika tvisvar sinnum í úrslit á mótinu. Þau náðu 5. sæti í flokki 12-13 ára latin þar sem dansaðir voru tveir dansar cha-cha-cha og rúmba og þá urðu þau í 4. sæti í jive í flokknum undir 16 ára.

Deniel Nils Dmitrisson og Erika Ósk Hrannarsdóttir

Það er töluvert langt síðan Ísland hefur átt par í úrslitum í þessum flokkum. Auk þess komust þau í undanúrslit í latin keppni í flokknum undir 16 ára þar sem dansaðir voru allir dansarnir fimm.

Þetta er glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega pari sem er að taka sín fyrstu skref á dansgólfinu í unglingaflokki. Þau hafa verið mjög dugleg að æfa allt síðasta ár á meðan heimsfaraldurinn hefur geisað yfir og voru m.a. í fjarkennslu í gegnum Zoom til að missa ekki niður æfingar á meðan allt íþróttastarf lá niðri. Þau æfa og keppa nú fyrir dansdeild HK en hafa lengst af æft og keppt með Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Hafnfirðingar geta verið stoltir af þessu unga pari en Deníel Níls er í 7. bekk í Áslandskóla og Eríka Ósk er í 8. bekk í Setbergsskóla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2