fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGaf bæjarbúum bekk til minningar um konu sína

Gaf bæjarbúum bekk til minningar um konu sína

Bragi Brynjólfsson gaf íbúum Hafnarfjarðar og gestum þeirra er eiga leið um gangstíginn sunnan Eskivalla 21 bekk til minningar um eiginkonu sína, Guðlaugu Láru Björgvinsdóttur (Lóu) er lést þann 11. janúar sl.  

Bekkurinn var staðsettur þarna í samráði við starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar.

Sjálfur gengur Bragi mikið um hverfið og ekki síður við Hvaleyrarvatn og nýtur þess að geta sest niður á leið sinni og vill að aðrir njóti þess líka á Völlunum, hverfi sem sífellt er að grænka og nýtur þess að vera í nálægt við fallega náttúru.

Bekkurinn er við gönguleið sem liggur meðfram Ásvallabrautinni, leiðinni út í Skarðshlíð.

Fékk Bragi góða hjálp nágranna síns við að koma bekknum fyrir og helluleggja.

Skjöldurinn á bekknum sem Bragi gaf til minningar um konu sína.

Ljósmyndir: Ómar Smári Ármannsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2