fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirÍþrótta- og tómstundanefnd vill ekki styðja við frístundastarf trúfélaga ef marka má...

Íþrótta- og tómstundanefnd vill ekki styðja við frístundastarf trúfélaga ef marka má bókun

Erindi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um aðgang að frístundastyrk Hafnarfjarðar var hafnað á fundi íþrótta- og tómstundanefndar á þriðjudag á þeim forsendum að nefndin hafi ekki áður veitt aðgang að frístundastyrk til trúfélaga.

Skv. upplýsingum Helgu Margrétar Reykdal, framkvæmdastjóra kirkjunnar var verið að óska eftir því að börn og unglingar sem taka þátt í tónlistarnámskeiðum og tónsmiðjum kirkjunnar sem stjórnað er af fagmenntuðu tónlistarfólki.

Ætla að skerpa á reglum til að undirskilja trúfélög

Íþrótta- og tómstundanefndin ákvað einnig á fundinum að skerpa á reglum um frístundastyrk svo þar komi fram að hann sé ekki ætlaður til trúfélaga.

Hafnarfjarðarbær veitir forráðamönnum barna á aldrinum sex til 18 ára frístundastyrki vegna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Í reglum um frístundastyrki Hafnarfjarðarbæjar sem samþykktar voru í fræðsluráði 18. desember 2019 segir: „Meginskilyrði fyrir endurgreiðslu til félaga verður að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðustum skilningi.“ Þá segir einnig: „Niðurgreiðslur ná einungis til félaga og viðurkenndra aðila sem eru með skipulagða kennslu/þjálfun í að minnsta kosti 10 vikur í senn og að lágmarki eina æfingu í viku.“

Fundargerðin endurspegli ekki umræður á fundinum

Brynjar Þór Gestsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar sagði í samtali við Fjarðarfréttir að nokkur umræða hafi verið um þetta erindi á fundinum og fólk hafi verið á því að þetta væri tómstund eins og annað sambærilegt starf. En þar sem ekki hafi verið samið við trúfélög áður vildu nefndarmenn skoða málið betur í samstarfi við fræðslunefnd.

Skjáskot úr fundargerðinni

Viðurkenndi Brynjar að fundargerðin endurspeglaði ekki umræður á fundinum og sagðist muna óska eftir að henni yrði breytt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2