fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirKörfuboltiHaukar bikarmeistarar í körfubolta

Haukar bikarmeistarar í körfubolta

Haukar sigruðu Fjölni í kaflaskiptum leik á laugardag í úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta 94-89 og hömpuðu bikarnum í leikslok.

Haukar unnu bikarinn síðast 2014 en samtals hefur liðið hampað bikarnum sjö sinnum.

Fjölniskonur byrjuðu mjög vel og voru yfir 29-21 eftir fyrsta leikhluta en Haukar vöknuðu heldur betur í öðrum leikhluta og komust í 26 stiga forskot, unnu leikhlutann 31-9 og höfðu yfir 52-38 í hálfleik.

Leikurinn var síðan mun jafnari í síðari hálfleik þar sem Haukar skoruðu 24 stig gegn 23 stigum fjölniskvenna í þriðja leikhluta en það voru Fjölniskonur sem voru mun sterkari í síðasta leikhluta og unnu hann 28-18 en það dugði ekki til og Haukar hömpuðu bikarnum.

Helena Sverrisdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir með bikarinn. – Skjáskot af RÚV2

Helena Sverrisdóttir sem er nýkomin aftur til uppeldisfélags síns eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val, var valin maður leiksins en hún var markahæst með 26 stig. Haiden Denise Palmer skoraði 23 stig og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 15 stig.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2