fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTeikningum snarlega breytt á Dvergsreit og byggingarframkvæmdir halda áfram

Teikningum snarlega breytt á Dvergsreit og byggingarframkvæmdir halda áfram

Úrskurðarnefnd hafði fellt byggingarleyfið úr gildi vegna ágalla í afgreiðslu bæjaryfirvalda

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi með úrskurði 15. september sl. úr gildi byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsaklasa með 23 íbúðum og einu atvinnurými á lóðinni Lækjargötu 2. Ástæðan var ágalli á afgreiðslu byggingarleyfisumsóknar hjá Hafnarfjarðarbæ sem heimilaði íbúðir á jarðhæð sem er í andstöðu við skipulag miðbæjarsvæðisins sem lóðin er á. Hafði áður verið bent á þetta en athugasemdir virtar að vettugi.

Íbúar kærðu útgáfu byggingarleyfis og úrskurðarnefndin tók undir með íbúunum og felldi byggingarleyfið úr gildi.

Fjarðarfréttir greindi frá úrskurðinum í frétt 15. september.

Úrskurðurinn var svo tekinn fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs 21. september þar sem umhverfis- og framkvæmdasviði var falið að bregðast við úrskurðinum.

Þá þegar, eða 17. september, hafði byggingarfulltrúi á afgreiðslufundi samþykkt umsókn Klapparholts ehf. um breytingar á áður samþykktum teikningum frá 5. maí sl.

„Breytingin snýr að á jarðhæð er verslunar- og þjónusturými,“ eins og það er orðað í fundargerð. Á teikningum, sem dagsettar eru 16. september, má sjá að það sem áður var íbúðarrými á jarðhæð er nú atvinnurými.

Grunnmynd 1. hæðar (Lækjargatan ofan við á teikningu)

Vinna við byggingarnar er því í fullum gangi.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2