fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttirRatleikurinn farinn af stað í 19. sinn

Ratleikurinn farinn af stað í 19. sinn

Þemað í ár eru landamerki og eyktarmörk

Ratleikur Hafnarfjarðar er farinn af stað í 19. sinn. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar. Leikurinn teygir sig líka inn í nágrannasveitarfélagið Garðabæ enda sameiginleg saga sveitarfélaganna löng.

27 ratleiksmerki í upplandi og innanbæjar

Leikurinn, sem stendur til 25. september, gengur út á að leita að 27 ratleiksmerkjum sem komið hefur verið fyrir víðs vegar í upplandinu og reyndar innanbæjar líka. Til aðstoðar hafa þátttakendur vandað loftmyndakort þar sem staðsetningin er sýnd og er fróðleikur um hvern stað. Leita má að merkjunum í hvaða röð sem er. Leiknum er skipt upp í þrjá hluta: 1) Léttfeta, 2) Göngugarp og 3) Þrautakóng en þeir sem finna 9, 18 eða öll merkin verða Léttfetar, Göngugarpar eða Þrautakóngur. Dregið er úr innsendum lausnum og hljóta þrír í hverjum hópi vinning en einnig verður dregið úr öllum innsendum lausnum um nokkra viðbótarvinninga en til að eiga möguleika á þeim þarf að mæta á uppskeruhátíð í haust

Verður þú Léttfeti, Göngugarpur eða Þrautakóngur?

Gríðarlega góð viðbrögð hafa verið við leiknum undanfarin ár og þátttaka mjög góð. Þemað í ár er landamerki og eyktarmörk. Hönnunarhúsið ehf. gefur leikinn út, Guðni Gíslason leggur leikinn í 9. sinn og nýtur faglegrar ráðgjafar Ómars Smára Ármannssonar sem einnig hefur skrifað fróðleiksmola. Aðalstyrktaraðili leiksins er fyrirtækið VHE, annað árið í röð en auk þeirra styrkja útgáfu leiksins Hafnarfjarðarbær og fyrirtæki í Hafnarfirði.

Leiðin skiptir jafn miklu máli og áfangastaðurinn

Þátttakendur eru hvattir til að gleyma ekki að njóta leiðarinnar að merkjunum og að gefa sér góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást. Hins vegar er fólk hvatt til að segja frá hvernig gengur og deila myndum og upplifun sinni á samfélagsmiðla. Nota má myllumerkið #ratleikur2016.
Upplýsingar um leikinn má finna á Facebook síðu Ratleiksins og á www.ratleikur.blog.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2