fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirÁstþór Ernir og Ingibjörg PFH meistarar

Ástþór Ernir og Ingibjörg PFH meistarar

Fyrsta meistaramót Pílukastfélags Hafnarfjarðar

Meistaramót Pílukastfélags Hafnarfjarðar (PFH) árið 2021 í 501 var haldið nýverið og fór mótið að fram í Píluklúbbnum á Reykjavíkurvegi 64 sem hýsir félagsaðstöðu PFH.

Þetta var fyrsta meistaramót PFH síðan félagið var endurstofnað vorið 2020 en þangað til þá hafði félagið verið í dvala síðan árið 1998.

Alls voru 21 keppandi skráður til leiks, 12 karlar og 9 konur, sem tóku þátt um helgina en virkilega gaman var að sjá fjölda keppanda í kvennaflokki.

Keppt var í riðlum og svo í útslátti eftir það og svo var einnig spilaði um 3. sætið hjá þeim sem féllu út í undanúrslitunum.

Hjá konum var Ingibjörg Magnúsdóttir PFH meistari kvenna. Hún vann Isabellu Nordskog í úrslitunum. Brynja Björk Jónsdóttir varð síðan í 3. sæti eftir leik gegn Söru Heimisdóttur.

Hjá körlunum varð Ástþór Ernir Hrafnsson PFH meistari 2021 en hann lagði Phil Godin í úrslitunum eftir undanúrslitaleik gegn Vitor Charrua. Vitor vann síðan leikinn um 3. sæti gegn Brynjari Bergþórsyni.

Ástþór og Ingibjörg voru einnig með hæstu útskotin sem verðlaunað var fyrir, Ástþór 122 og Ingibjörg 80. Ástþór var með besta legginn (einn leikur) sem hann kláraði í 14 pílum, en fjórar voru jafnar með 22 pílur hjá konunum.

PFH telur í dag um 100 skráða meðlimi sem taka þátt ýmsum liðamótum og innanfélagsmótum en svo er vert að minna alla Hafnfirðinga á að hægt er að mæta þriðjudaga til laugardaga í Píluklúbbinn til að spila pílu en ekki þarf að vera meðlimur í PFH til að leigja sér spjald og hægt er að fá lánaðar pílur á staðnum og fá leiðsögn en pílukast er frábær afþreying fyrir einstaklinga og hópa.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2