Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar fimmtudaginn 14. október og föstudaginn 15. október.
Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.
Hafnarfjarðarbær, undir merkjum heilsubæjar, býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt bingói í vetrarfríinu en þar má finna hugmyndir að fjölbreyttri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
Litli ratleikur Hafnarfjarðar 2021 leiðir þátttakendur á 15 áhugaverða staði sem m.a. vekja athygli á sögu bæjarins.
Grunnskólabörn eru boðin velkomin í Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu, en þar verður m.a. afrakstur samvinnu frístundaheimilanna og bókasafnsins, Nærbuxnaverksmiðjan, til sýnis í fjölnotasal. Á Byggðasafni Hafnarfjarðar verður hægt að taka þátt í fróðlegum ratleik fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti um safnið og Hafnarborg býður grunnskólabörnum að koma og taka þátt og skapandi listasmiðjum.
Miðvikudagur 13. október
- Stuttmyndir og bíó í Bæjarbíói – frítt fyrir alla
Svarti skafrenningurinn kl. 17
Brellugerð – fyrirlestur með Rob Tasker kl. 18
Astrópía kl. 19:30 - Nærbuxnaverksmiðjan – afrakstur samvinnu frístundaheimilanna og bókasafnsins á Bóka- og bíóhátíð barnanna til sýningar í fjölnotasal.
Fimmtudagur 14. október
- Frítt verður í sund kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21
- Ratleikur fyrir börnin og barnaleiðsögn um Byggðasafn Hafnarfjarðar kl. 13. Opið 11-15
- Sýningin Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg. Opið 12-17
- Listasmiðja í umsjá Þórdísar Jóhannesdóttur frá kl. 13-15 í Hafnarborg. Unnar verða klippimyndir og sprettibækur (pop-up bækur) þar sem hús, híbýli og verur öðlast líf á blaðsíðum bóka
- D&D fyrir byrjendur á Bókasafni Hafnarfjarðar – (uppbókað)
- Nærbuxnaverksmiðjan – afrakstur samvinnu frístundaheimilanna og bókasafnsins á Bóka- og bíóhátíð barnanna til sýningar í fjölnotasal
Föstudagur 15. október
- Frítt í sund kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21
- Ratleikur fyrir börnin og áhugaverðar sýningar á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Opið 11-15
- Listasmiðja í umsjá Karólínu Einarsdóttur frá kl. 13-15 í Hafnarborg. Hugtakið „skynjandi verur“ er skoðað út frá sjónarhóli barna. Þátttakendur fá tækifæri til að búa til litlar verur úr leir sem skynja heiminn ólíkt okkur mannfólkinu
- Fjölskyldustund á barnadeild Bókasafns Hafnarfjarðar – sögustund kl. 13
- Nærbuxnaverksmiðjan – afrakstur samvinnu frístundaheimilanna og bókasafnsins á Bóka- og bíóhátíð barnanna til sýningar í fjölnotasal
Laugardagur 16. október
- Ratleikur fyrir börnin og áhugaverðar sýningar á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Opið 11-17
- Sýningin Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg. Opið 12-17
- Nærbuxnaverksmiðjan – afrakstur samvinnu frístundaheimilanna og bókasafnsins á Bóka- og bíóhátíð barnanna til sýningar í fjölnotasal
Sunnudagur 17. október
- Byggðasafn Hafnarfjarðar opið 11-17. Ratleikur og áhugaverðar sýningar.
- Sýningin Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg. Opið kl. 12-17.
Þá hefur stýrihópur fyrir Heilsubærinn Hafnarfjörður tekið saman stafróf af hugmyndum að fjölmörgu spennandi og skemmtilegu sem hægt er að taka sér fyrir hendur heimavið eða í næsta nágrenni. Þar má nálgast fullt af hugmyndum að einhverju nýju og öðruvísi til að gera einn eða með fjölskyldunni.