fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirKona lést í bruna í þríbýlishúsi í nótt

Kona lést í bruna í þríbýlishúsi í nótt

Kona á sjötugsaldri lést í bruna í þríbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt.

Slökkvilið fékk tilkynningu rétt fyrir kl 02:00 í nótt um reyk frá íbúð í Hafnarfirði. Þegar slökkvilið kom á staðinn var tilkynnt að kona væri inni í íbúðinni og vorur reykkafar sendir inn og fannst konan fljótlega. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykur barst í aðrar íbúðir og fengu íbúar aðstoð Rauða krossins með gistingu og áfallahjálp.

Ekki er vitað um eldsupptök og er það í rannsókn hjá lögreglu.

Haft er eftir varðstjóra hjá slökkviliðinu á RÚV að vísbendingar séu um að eldurinn hafi kraumað býsna lengi áður en útkallið barst en að eldurinn hafi verið mjög lítill og staðbundinn. Töluverður reykur hafi þó verið í íbúðinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2