fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHlaupari bitinn í lærið í Áslandinu

Hlaupari bitinn í lærið í Áslandinu

Maður sem var að hlaupa um kl. 21 í kvöld á stígnum fyrir ofan Brekkuásinn var bitinn af hundi sem var í taumi með eiganda sínum.

Að sögn tengdaföður hlauparans náði hundurinn að bíta hlauparann til blóðs í lærið þrátt fyrir að hafa vikið vel frá hundinum og eiganda hans. Var taumurinn það langur að hundurinn náði að bíta manninn.

Í færslu á hverfasíðu hvatti tengdafaðirinn eigendur hunda að stytta í taumi þegar þeir mæta öðrum vegfarendum til að koma í veg fyrir slys.

Hlauparinn fór á læknavaktina til aðhlynningar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2