fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkolp Hafnfirðinga rann óhreinsað til sjávar í heilan mánuð

Skolp Hafnfirðinga rann óhreinsað til sjávar í heilan mánuð

Endurbætur tóku tvöfalt lengri tíma en áætlað var og skolpið fór út um neyðarútrás á meðan

Þann 20. september var tilkynnt á vef Hafnarfjarðar að vegna viðgerða og uppfærslu á búnaði dælu- og hreinsistöðvar Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík yrði Hraunavíkurstöð á yfirfalli út í sjó frá 20. september til 6. október 2021. Í tilkynningunni stóð: „Skólp frá stöðinni mun á þessu tímabili renna fram hjá kerfinu og beint út í sjó í gegnum frárennslisrör sem nær tvo kílómetra út.“ (feitletrun FF)

Nýjum búnaði bætt við

Skolpið rann enn óhreinsað 19. október en skv. upplýsingum Guðmundar Elíassonar, umhverfis- og veitustjóra Hafnarfjarðarbæjar, var m.a. verið að bæta við búnaði í stöðina til að pressa vökva úr hrati sem síað er frá skolpinu áður en því er dælt til sjávar. Hafði vinnan við þetta tekið mun lengri tíma en áætlað var.

Á meðan rann skolpið til sjávar um neyðarrás sem nær rétt út fyrir stórstraumsfjöruborð en ekki 2 km út í sjó eins og segir í tilkynningu á vef bæjarins.

Ekki 2 km út í sjó

Sjá má fuglagerið í skolpinu rétt undan hreinsistöðinni. – Ljósm.: Guðni Gíslason.

Sagði Guðmundur að verkinu væri nú lokið og væri verið að prufukeyra búnaðinn og ætti því skolpið að renna á ný hreinsað út um aðallögnina 2 km út í sjó þar sem því er sleppt út á 23 m dýpi.

Með tilkomu nýja búnaðarins verður nú hægt að losa hratið í Álfsnesi en áður þurfti að aka því vestur á Mýrar þar sem það hefur verið urðað í landi Fíflholts.

Fuglagerið í skolpinu. – Ljósm.: Guðni Gíslason.

Á meðan skolpið hefur runnið óhreinsað til sjávar hafa íbúar tekið eftir brák á sjónum og að fuglager hefur verið á sjónum skammt undan skolphreinsistöðinni í Hraunavík.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2