fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAthvarfið Lækur hefur flutt í nýtt húsnæði

Athvarfið Lækur hefur flutt í nýtt húsnæði

Athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda

Lækur, athvarf fyrir einstaklinga með geðræn vandamál sem hefur verið við Lækinn, neðan við Lækjarskóla, flutti fyrir nokkru að Staðarbergi 6.

Frá opnu húsi.

Sl. miðvikudag var loks möguleiki á að fagna þessum áfanga og var opið hús fyrir alla sem vildu kynna sér aðstæðurnar. Aðstaðan í Staðarbergi er björt og hlýleg og þar geta þeir sem vilja komast í ró eða taka þátt í dagskrá komið þegar þeim hentar.

Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður Lækjar

Brynja Rut Vilhjálmsdóttir er forstöðumaður í Læk en það er Hafnarfjarðarbær sem rekur athvarfið. Hún segir að daglega komi um 15-20 manns, með ýmsan geðrænan vanda og getur fólk komið án tilvísunar og er þjónustan gjaldfrjáls.

Fallegur söngur hljómaði um húsið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2