fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirStarfshópur skipaður um sorpmál en samningur um sorphirðu samt framlengdur

Starfshópur skipaður um sorpmál en samningur um sorphirðu samt framlengdur

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var samþykkt að skipa í starfshóp vegna fyrirkomulags sorphirðu í Hafnarfirði en skipun slíks hóps fékk nokkra gagnrýni fulltrúa Samfylkingar, Bæjarlista, Viðreisnar og Miðflokksins sem töldu óþarfa að kosta til nærri einni milljón kr. með því að skipa pólitískan starfshóp um verkefni sem geti og eigi að fara fram hjá embættismönnum sviðsins og ráðinu sjálfu.

Starfshópinn skipar Helga Ingólfsdóttir (S), Árni Rúnar Árnason (B) og Helga Björg Arnardóttir (L).

Hópnum er ætlað að ákveða fyrirkomulag sorphirðu í Hafnarfirði í samræmi við stefnu SSH. Samhliða ákvörðun á fyrirkomulagi skal starfshópurinn taka þátt í vinnu vegna undirbúnings útboðs á sorphirðu.

Á fundi ráðsins 26. nóvember sl. var fundarefnið samningur við Kubb um sorphirðu, sem rennur út í maí 2022. Kom þar fram að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu búin að samþykkja að hefja söfnun á fjórum flokkum við heimili en ekki kom fram hvaða flokkar það væru.

Það vakti hins vegar athygli að á sama fundi og fundargerð umrædds fundar var afgreidd á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag, 15. desember var orðið við erindi Kubbs um framlengingu á samningi og heimilaði umhverfis- og framkvæmdaráð framlengingu á samningnum um sorphirðu fyrir heimili og stofnanir í eitt ár.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2