fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniMozart við kertaljós á sunnudagskvöld

Mozart við kertaljós á sunnudagskvöld

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudagskvöld.

Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og níu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Hópinn skipa þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Emilia Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Haldórsson sellóleikari.

Efnisskráin er glæsileg en fluttur verður strengjakvartett og flautukvartett eftir Mozart auk kvintetts fyrir klarinettu og strengi eftir Franz Krommer samtímamann Mozartz.

Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum eftir Mozart.

Tónleikar verða auk þess í Kópavogskirkju mánudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju þriðjudagskvöldið 21. desember og í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudagskvöldið 22. desember.

Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.
Miðasala við innganginn og á Tix.is

Miðað við núgildandi sóttvarnarreglur þarf að sýna neikvætt hraðpróf við inngang

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2