fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirAtvinnulífHrefna tekur vel á móti viðskiptavinum Krambúðarinnar í Firði

Hrefna tekur vel á móti viðskiptavinum Krambúðarinnar í Firði

Segist stolt af því að vinna hjá fyrirtæki eins og Samkaupskeðjunni

Kl. 8 á morgnanna er búið að opna verslun Krambúðarinnar í Firði og þar ræður ríkjum Hafnfirðingurinn Hrefna Sif Ármannsdóttir.

Ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti fólki og hressilegt viðmót Hrefnu vekur athygli enda virðast margir viðskiptavinir þekkja hana og spjalla við hana.

Þarna hefur Hrefna staðið vaktina frá lok árs 2015, en verið hjá Sam­kaups­keðjunni samtals í 11 ár og við verslun­ar­störf í 19 ára.

Hann leynir sér ekki áhuginn á starfinu og segir hún Krambúðina vera fyrst og fremst þægindabúð eða hverfisverslun. „Þegar viðskiptavininn langar – erum við með það sem vantar.“

Krambúðirnar, sem eru 20 talsins um land allt, eru í eigu Samkaupa.

Nýbakað brauðið kemur úr ofninum á níunda tímanum á morgnana.

Ekki til fallegri verslunarhugmynd

„Það eru ekki til fallegri verslunar­hugmynd í heiminum en kaupmaðurinn á horninu, kaupmaðurinn í hverfinu. Persónulegur, vinalegur, reynir að redda öllum eftir bestu getu. Þannig viljum við vera, en samt á nýjan hátt fyrir nýjan tíma – hraðari og kröfu­harðari tíma,“ segir Hrefna sem segir Krambúðina vera þjónustudrifna nauðsynjaverslun, hverfisverslun sem leggur mikla áherslu á sanngjarnt verð á nauðsynjavörum og skjóta þjónustu við neytendur á hraðferð. „Við leggjum mikla áherslu á vinalegt viðmót og þægindi.“

Samkaupsappið

Samkaupsappið, sem virkar líka í Krambúðinni, veitir 2% afslátt af allri verslun og býður upp á alls konar sértilboð og virkar appið í öllum verslunum, Samkaupa, Nettó, Iceland, Kjörbúðarinnar auk Krambúðarinnar um allt land.

Gott úrval er af kaffi- og bökunarvörum.

Stolt af samfélagsþjónustu

Hrefna segist afar stolt af því að vinna hjá Samkaupum. Segir hún að samfélagsábyrgðin þar skipta sig miklu máli og umhverfismálin sem fyrirtækið taki föstum tökum. Segir hún fyrirtækið styrkja fjölmörg samfélagsverkefni og leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er.

Gott vöruúrval

Vöruúrvalið er gott í Krambúðinni í Firði, ekki síst af mjólkurvörum.

Vöruúrvalið er gott að sögn Hrefnu en þar má finna flestar þær matvörur sem fólki vanhagar um í erli dagsins. Hrefna segir stóran hóp koma eftir einstökum vörum á hraðferð en hún segist einnig eiga fastan hóp viðskiptavina sem kaupi einn flestar sínar dagvörur hjá henni í Krambúðinni enda líki fólki vel við að að koma í Fjörð og kaupa inn.

En sjón er sögu ríkari og Hrefna tekur vel á móti sínum viðskiptavinum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2