fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirHafnarfjarðarbær fær 139 milljónir kr. við afhendingu á skilavegi sem bærinn vill...

Hafnarfjarðarbær fær 139 milljónir kr. við afhendingu á skilavegi sem bærinn vill ekki

Hafnarfjarðarkaupstaður tekur yfir vegarkafla, sem Vegagerðin kallar Fjarðarbraut, sem er Reykjavíkurvegur frá Engidal, Fjarðargata og Strandgata að Hvaleyrarbraut, verði samningur sem lagður verður fyrir bæjarstjórn í næsta viku, samþykktur.

Vegurinn er sk. skilavegur skv. lögum nr. 80/2007 þar sem ákveðnir vegir eru ekki lengur skilgreindir sem þjóðvegir í þéttbýli.

Vegagerðin innir af hendi 139.3 milljóna kr. eingreiðslu til þess að gera Hafnarfirði kleift að koma þessum 2,8 km vegarkafla í viðunandi ástand.

Hafnarfjarðarbær mótmælti því að vegur nr. 470-01 sé ekki stofnvegur og sagði veginn meðal fjölförnustu gatna og sé ekki eingöngu innanbæjarvegur fyrir Hafnfirðinga, hann tengi kjarna Hafnarfjarðar við aðra þéttbýliskjarna á höfuðborgarsvæðinu og sé viðbótartenging við hafnarsvæðið sem sé mikilvæg öryggistenging. Þá sé vegarkaflinn hluti af Borgarlínu í nýjum samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.

Vegagerðin hafnaði þessum rökum og gefur Hafnarfjarðarbær því eftir verði samningurinn undirritaður af bæjarstjórn.

Fyrirvari um viðhaldsfé

Í samningsdrögunum er fyrirvari af hálfu Hafnarfjarðarbæjar sem Vegagerðin tekur ekki afstöðu til. Þar segir: „Samningar hafa ekki tekist um að fjármunir sem Vegagerðin hefur haft til reksturs og viðhalds vegar þess sem færist til Hafnarfjarðar við yfirfærslu veghalds samkvæmt vegalögum, 1. janúar 2022. Í greinargerð með lögum nr. 14/2015 kemur fram sá vilji löggjafans að „ekki [sé]gert ráð fyrir að í yfirfærslunni felist aukinn kostnaður fyrir sveitarfélögin“ og að „gert er ráð fyrir að það fjármagn sem nú er á hendi Vegagerðarinnar vegna veghalds þessara vega færist yfir til sveitarfélaganna samhliða yfirfærslunni á grundvelli samninga.“ Því lítur Hafnarfjarðarkaupstaður svo á að þeim þætti sem lýtur að fjármögnun reksturs og viðhalds umrædds vegar til framtíðar sé ólokið. Er því fyrirvari gerður við undirskrift þessa samkomulags og áskilnaður um allan rétt sveitarfélagsins til að leita allra leiða til að sækja leiðréttingu á þessu.“

Sýn Vegagerðarinnar á stofnvegakerfið 2040

Ákvæði í samningnum

Samningsaðilar eru sammála um að með þeirri greiðslu teljist Fjarðarbraut skilað í viðunandi ástandi og gerir Hafnarfjörður ekki frekari kröfur á Vegagerðina vegna skilavegarins. Fjárhæðin skiptist á eftirfarandi hátt:

Vegna slitlags að fjárhæð 81.774.900 kr.

    • Viðgerð á malbiki, magn: 558 m² í heild að fjárhæð 6.138.000 kr.
    • Slitlagsmalbik á fræst yfirborð, magn: 12.475 m², í heild að fjárhæð, 49.900.000 kr.
    • Fræsun á malbiki, magn: 12.745 m², einingarverð: 950, í heild að fjárhæð 12.107.750 kr.
    • Umsjón og eftirlit, 20% af ofangreindum fjárhæðum, að fjárhæð 13.629.150 kr.

Vegna mannvirkja, vegbúnaða o.fl. að fjárhæð 16.640.000 kr.

    • Flutningur, aðstaða og rekstur vinnubúða/vinnusvæðis að fjárhæð 340.000 kr.
    • Lagfæringar á vegi að fjárhæð 11.300.000 kr.
    • Ófyrirséð (20%) að fjárhæð 2.400.000 kr.
    • Hönnun. umsjón og eftirlit (18%) að fjárhæð 2.600.000 kr.

Vegna götulýsingar að fjárhæð 12.480.000 kr.

    • Endurnýjun stólpa: 3 stk. x 320.000 kr./stk. = 960.000 kr.
    • Skipti á lömpum: 144 stk. x 80.000 kr./stk. = 11.520.000 kr.

Vegna fráveitu regnvatns að fjárhæð 28.410.000 kr.

Í samningnum er gert ráð fyrir endurnýjun á eftirtöldum umferðarljósum:

    1. Gangbrautarljós við Reykjavíkurveg 68.
    2. Umferðarljós á mótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar.

Endurnýjun fer fram í samræmi við endurnýjunaráætlun Samgöngusáttmálans.

Enn eru í gangi viðræður um afhendingu um 500 m kafla af Elliðavatnsvegi nr. 410-02 (Flóttamannavegi) og verður gert sérstakt samkomulag um skil á þeim vegarkafla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2