fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálOpnað hefur verið fyrir innritun í grunnskóla bæjarins fyrir haustið

Opnað hefur verið fyrir innritun í grunnskóla bæjarins fyrir haustið

Skipt getur máli að sækja um eigi síðar en 1. febrúar ef velja á annan skóla

Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem ætla að hefja nám í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði n.k. og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar.

Grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum börnum óháð búsetu í bænum og eru foreldrar hvattir til að kynna sér starfsemi skólanna.

Hafnarfjörður er eitt skólaumdæmi skipt upp í skólahverfi og ræður lögheimili nemenda því í hvaða hverfisskóla þeir eiga vísa skólavist.

Hægt að sækja um skóla í öðrum hverfum og getur umsókn fyrir 1. febrúar skipt þar máli hvort möguleiki sé að fara í skóla utan eigin skólahverfis.

Innritun barna í grunnskóla er á ábyrgð foreldra/forráðamanna

Innritun fer fram rafrænt á MÍNUM SÍÐUM undir: Umsóknir – Grunnskólar – Skólavist í grunnskóla.

Athugið að einungis er hægt að sækja um grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar á vef bæjarins.

Umsóknir um aðra grunnskóla í sveitarfélaginu þurfa að berast beint til viðkomandi skóla og ef/þegar sú skólavist er samþykkt þarf að sækja um staðfestingu þeirrar skólavistar á MÍNUM SÍÐUM á hafnarfjordur.is

Ítarlegri upplýsingar sendar frá skóla þegar nær dregur

Þegar nær dregur vori mun sá skóli þar sem barn fær skólavist senda foreldrum/forráðamönnum allar nauðsynlegar upplýsingar um skólastarfið, m.a. um skráningar á frístundaheimili og í mataráskrift, leikjanámskeið fyrir 6 ára í ágúst áður en grunnskólinn hefst og annað það sem mikilvægt er að vita.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2