fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSigrún sækist eftir öðru sætinu hjá Samfylkingunni

Sigrún sækist eftir öðru sætinu hjá Samfylkingunni

Sigrún Sverrisdóttir, fv. varabæjarfulltrúi og nýr bæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

„Ég hef síðustu fjögur ár fengið þann heiður að starfa með og kynnast frábæru fólki í Samfylkingunni sem varabæjarfulltrúi og nú bæjarfulltrúi. Ég hef einnig verið fulltrúi Samfylkingarinnar í fræðsluráði á kjörtímabilinu og hef nú tekið sæti í umhverfis- og framkvæmdaráði. Þetta hefur verið áhugaverður og lærdómsríkur tími sem ég er þakklát fyrir. Ég er full af eldmóði og langar því að ljá krafta mína og reynslu áfram í það verkefni að gera Hafnarfjörð að enn betri bæ. Við eigum dýrmætt samfélag og eitt fallegasta bæjarstæði landsins. Við þurfum að hlúa að bænum okkar og vinna statt og stöðugt að því að gera hann að eftirsóknarverðum stað til að búa í og starfa.

Við þurfum að:

  • tryggja jöfn tækifæri fyrir börnin okkar í námi og tómstundum
  • tala saman um hvert við viljum fara, samtalið við bæjarbúa þarf að vera virkt, þetta er jú bærinn okkar allra
  • styðja við barnafjölskyldur
  • gera skóla og stofnanir bæjarins að eftirsóknarverðum vinnustöðum
  • tryggja þeim sem eldri eru þjónustu og húsnæði við hæfi
  • hafa jafnrétti að leiðarljósi

Verkefnin eru fjölmörg og spennandi, því óska ég eftir ykkar stuðningi til að halda áfram að vinna að þeim.”

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2