fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirAFLÝST! - Lokað fyrir heitt vatn víða í Hafnarfirði í dag kl....

AFLÝST! – Lokað fyrir heitt vatn víða í Hafnarfirði í dag kl. 17-21

Uppfært:

Tilkynning frá Veitum:

„Þar sem vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang í Nesjavallavirkjum kemur ekki til neðangreindra lokana. Virkjunin starfar nú á fullum afköstum í hitaveitunni. 

Vel hefur gengið að ná upp þrýstingi í þeim hverfum sem urðu fyrir heitavatnslokun í dag og ættu allir að vera komnir með fullan þrýsting innan skamms.“

Vegna bilunar í Nesjavallavirkjun þarf að fara í frekari lokanir á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu en lokað var fyrir heita vatnið í nokkrum hverfum í Kópavogi og Garðabæ fyrr í dag. Þeirri lokun lýkur kl. 18.

Kl. 17-21 er lokað fyrir heitt vatn í eftirfarandi hverfum í Hafnarfirði:

  • Setberg
  • Vellir
  • Hraun
  • Ásland
  • Hvaleyrarholt
  • Dalsás

Engin framleiðsla var á heitu vatni á Nesjavöllum og heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins skert um 30% en nú hefur tekist að koma framleiðslu í gang á ný.

Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum snemma í morgun og þrjá af fjórar aflvélar Nesjavallavirkjunar slóu út og síðar voru allar vélar úti.

Við bilunina kom högg á dreifikerfi hitaveitunnar með þeim afleiðingum að leki kom að annarri Reykjaæðinni en þær flytja heitt vatn frá Mosfellsbæ til borgarinnar. Hitaveitugeymar á Reynisvatnsheiði hafa því sem næst tæmst í morgun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2