fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirAtvinnulífFjögurra ára naglastofa og skóli í Firði

Fjögurra ára naglastofa og skóli í Firði

Fagrir fingur í Firði hefur getið gott orð og hefur öðlast viðurkenningu

Fagrir fingur, naglastofa og skóli fagnaði 4 ára afmæli sínu í gær. Það er Hafnfirðingurinn Sigrún Mist Gunn­arsdóttir sem stofnaði og á fyrirtækið og segir hún að reksturinn hafi gengið mjög vel.

Sigrún rekur naglaskóla þar sem hún leggur áherslu á að vandaða kennslu og því kennir hún aðeins í litlum hópum og sér hún alfarið um kennsluna.

Fagrir fingur eru á 2. hæðinni í Firði

Hjá henni starfa 3 sjálfstæðir nagla­fræðingar og segir hún að starfsemin hafi farið vel af stað og stofan hafi öðlast viðurkenningu og sé vel þekkt. Hún segir að hún hafi verið örlítið smeyk að hefja eigin starfsemi en sá ótti hafi verið ástæðulaus. Hún hóf starfsemina í norðurenda Fjarðar á 2. hæðinni en hafi svo flutt sig í suður­endann þegar stærra rými bauðst og hentaði betur undir þessa blönduðu starfsemi.

Aðspurð segir hún að flestir viðskiptavinirnir komi aftur og aftur en boðið er upp á acrýl- og gel neglur sem settar eru ofan á eigin neglur og svo gel lökkun á eigin neglur fyrir þá sem vilji ekki mjög langar neglur.

Sigrún segir stráka koma sífellt meira til að fá skraut á eigin neglur en annars eru flestir viðskiptavinirnir konur. Segir hún aðspurð að flestir kjósi náttúrulega lengd en smekkurinn sé misjafn, fólk vilji allt frá stuttum neglum upp í mjög langar neglur.

Fagrir fingur selur einnig ýmis efni til naglastofa og snyrtifræðinga.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2