fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirAllt á kafi í snjó – MYNDIR

Allt á kafi í snjó – MYNDIR

Snjó hefur kyngt niður á Hafnarfirði og þungfært hefur verið víða þó starfsmenn bæjarins og verktakar hafi hamast við að ryðja götur og stíga.

Snjórinn er þó það mikill að víða myndast miklir skaflar og ökumenn hafa víða átt erfitt með að koma bílum sínum út úr bílastæðum.

Öldugatan

Enn snjóar og búist er við að áfram snjói fram yfir hádegi auk þess sem búist er við að vindur aukist og þá er líklegt að færð spillist enn fremur. Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir allt að 16 m/sek síðar í dag.

Selvogsgatan

Ekki eru allir óhressir með snjóinn og var ekki annað að sjá en að börnin sem ljósmyndari Fjarðarfrétta rakst á hafi notið þess að leika sér í snjónum.

Svipmyndirnar úr snjónum voru teknar í morgun, í gær og sl. föstudag.

Suma dreymir eflaust um betra veður.
Ekki var mikil umferð um Ásvallabrautina – enda alveg ómerkt við Kaldárselsveg.
Áfram er unnið undir hlíðum Bleiksteinsháls þrátt fyrir vetrarveðrið.
Snjómokstur í Skarðshlíð.
Hluti Stuðlaskarðs er með snjóbræðslu.
Vegagerðin sér um snjómokstur á þjóðvegum í þéttbýli.
Snjórinn e mikill á göngustígum.
Við Lækjarskóla.
Ungur gönguskíðamaður á Óla Runs túni.
Óla Runs túnið er eitt af útivistarsvæðum bæjarins sem bæjarstjórnin stefnir á að skerða með byggingum en þar stigu margir sín fyrstu spor á skíðum, léku sér á sleðum og spiluðu fótbolta. Íbúar virðast fagna því að geta notað túnið sem útivistarsvæði.
Brugðið á leik við ljósmyndarann við Setbergsskóla.
Við Setbergsskóla.

Ljósmyndir: © Guðni Gíslason

Forgangsröðun snjómokstur á göngustígum

Skv. korti Hafnarfjarðarbæjar er forgangsröðun á snjómokstri gönguleiða í bænum merkt með litum. Sjá má gagnvirkt kort hér.

  • A-stígar, forgangur 1: Blár litur
  • B-stígar, forgangur 2: Rauður litur
  • C-stígar, forgangur 3: Grænn litur

A-stígar: Hjóla- og gönguleiðir milli hverfa og að bæjarmörkum í fyrsta forgangi unnið af verktaka alla daga vikunnar.

B-stígar: Helstu gönguleiðir. Unnið við snjó og hálkuvarnir af Þjónustumiðstöð og verktaka virka daga milli 07:30 -17:00.

C-stígar: Almennar gönguleiðir. Unnið við snjó og hálkuvarnir af Þjónustumiðstöð og verktaka þegar B stígar eru búnir virka daga milli 07:30 – 17:00

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2