Þórður Heimir Sveinsson lögmaður býður sig fram í 3.-4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þórður Heimir er 58 ára lögmaður og fjöldskyldufaðir, eiginkona hans er Sólveig Lilja Einarsdóttir Viðskiptafræðingur MBA, og saman eiga þau þrjú börn. Hjarta hans slær í Hafnarfirði verandi uppalinn og hafa búið fjölskyldunni þar samastað frá upphafi. Hann gjörþekkir þannig umgjörð og þarfir fjölskyldna á öllum aldri og leggur áherslu á að styðja vel við þær. Kveikja hans að framboði var fyrst og fremst brennandi áhugi á málefnum Hafnarfjarðar og það viðhorf hans að vera stöðugt að gera gott betra, sem styður við að hann á fullt erindi í bæjarstjórn. Hann telur farsælan lögmannsferil sinn sem góðan grunn og undanfara að enn farsælla starfi fyrir alla Hafnfirðinga.
Að hans mati er Hafnarfjörður í fremstu röð sveitarfélaga og er það vilji hans að leggja sitt af mörkum til að tryggja að svo verði áfram. Mikilvægt sé að halda áfram á þeirri farsælu braut sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á enda sé ábyrgur rekstur forsenda þess að unnt sé að veita sveigjanlega og góða þjónustu til að mæta ólíkum þörfum fólks. Tryggja þarf velsæld íbúa á öllum aldri og stuðla að fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu.
Markmið hans er fyrst og fremst að þjónusta íbúa bæjarins sem best með þeirra hagsmuni ávallt að leiðarljósi. Þórður Heimir hefur skýra framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð og leggur mikla áherslu á lífsgæði fjölskyldunnar. Mæta þarf ólíkum þörfum aldurshópa og tryggja framsækna og sveigjanlega þjónustu fyrir alla. Hafnarfjörður á að vera eftirsóttur til að búa í og því þarf að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á húsnæði fyrir alla aldurshópa og að hér séu fjölbreytt tækifæri fyrir atvinnulífið. Styðja þarf við áframhaldandi öflugt íþróttastarf og æskulýðsmál. Ekki sé síður mikilvægt að ýta undir jákvæðan bæjarbrag með áherslu á lýðheilsu og fjölbreytt lista- og menningarlíf.
Þetta kemur fram í tilkynningu.