fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttir28% eru óánægðir með skipulagsmál í Hafnarfirði en aðeins 40% ánægðir

28% eru óánægðir með skipulagsmál í Hafnarfirði en aðeins 40% ánægðir

Ánægja með Hafnarfjörð sem stað til að búa á

Niðurstaða úr árlegri könnun Gallup á viðhorfi til 20 stærstu sveitarfélaga landsins hefur verið kynnt í fjölmörgum sveitarfélögum og nú hefur niðurstaða fyrir Hafnarfjörð verið kynnt fyrir árið 2021.

Fjöldi svara var 408 en úrtakið eru íbúar 18 ára og eldri, lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfahópi Gallup. Gagnaöflum stóð yfir þar til tilteknum fjölda svara var náð.

Mest er ánægjan með Hafnarfjörð sem stað til að búa á og aðstöðu til íþróttaiðkunar en langmest er óánægjan með skipulagsmál og sorphirðu.

Ánægjan var mest 2008 og 2009

Ánægja með Hafnarfjörð sem stað til að búa á hefur frá 2008 ávallt verið meiri en að meðaltali í hinum sveitarfélögunum sem könnunin hefur náð til, nema árið 2015 þegar hún var 0,2 lægri og 2018 þegar hún var jöfn hinum sveitarfélögunum. Mest var hún áriðn 2008 og 2009 þegar 60% og 59% voru ánægðir og skoraði viðhorfið bæði árin 4,5 en skorar 4,2 í ár.

Samanburður á viðhorfi milli ára.

Staður til að búa á

Mest var ánægjan á sveitarfélaginu sem stað til að búa á, 4,2 af 5 mögulegum og hafði dalað um 0,1 frá árinu 2020. Er það þó 0,1 hærra mat en hjá hinum 19 sveitarfélögunum að meðaltali. 88% svarenda eru ánægðir en aðeins 4% eru óánægðir. Marktækur munur var á ánægju milli þess hvaða póstnúmeri fólk tilheyrði en 91% svarenda í póstnúmeri 220 voru ánægði en 83% í póstnúmeri 221.

Aðstaða til íþróttaiðkunar

Næst mest var ánægjan með aðstöðu til íþróttaiðkunar sem er óbreytt frá fyrra ári, 4,1. Það er þó 0,2 hærra en að meðaltali hjá hinum sveitarfélögunum. 83% eru ánægðir en 7% eru óánægðir.

Gæði umhverfisins

75% eru ánægðir með gæði umhverfisins í nágrenni við heimilið en 14% eru óánægðir. Skorar viðhorfið 3,8 af 5 mögulegum og er óbreytt frá fyrra ári og sama og meðaltalið er hjá hinum sveitarfélögunum.

Þjónusta sveitarfélagsins

69% eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins, bæði út frá reynslu og áliti en 9% eru óánægðir. Skorar viðhorfið 3,7 og lækkar um 0,1 og er sama og meðaltalið er hjá hinum sveitarfélögunum 19.

Menningarmál

69% eru ánægðir með það hvernig bæjarfélagið sinnir menningarmálum  en 5% eru frekar óánægðir eða mjög óánægðir. Er viðhorfið óbreytt, 3,8 sem er 0,2 hærra en að meðaltali hjá hinum sveitarfélögunum.

Þjónusta grunnskóla

66% eru ánægðir með þjónustu grunnskóla bæjarins en 12% eru óánægðir. Skorar viðhorfið 3,7 og lækkar um 0,1 og er sama og meðaltalið er hjá hinum sveitarfélögunum 19.

Þjónusta leikskóla

63% eru ánægðir með þjónustu leikskóla bæjarins en 14% eru óánægðir. Skorar viðhorfið 3,7 og lækkar um heila 0,3 og er 0,1 lægra en hjá hinum sveitarfélögunum.

Sorphirða

61% eru ánægðir með sorphirðu í bænum og 21% eru óánægðir sem er næst mesta óánægjan sem mældist. Dalar viðhorfið um 0,3, fellur úr 3,8 í 3,5 af 5 mögulegum. Skorar Hafnarfjörður 0,2 lægra en meðaltal sveitarfélaganna.

Þjónusta við barnafjölskyldur

60% eru ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur í Hafnarfirði en 12% eru óánægðir. Skorar viðhorfið 3,6 og dalar um 0,1. Er það sama og meðaltal hinna sveitarfélaganna.

Þjónusta við eldri borgara

55% eru ánægðir með þjónustu eldri borgara í bænum en 14% eru óánægðir. Skorar viðhorfið 3,5 og eitt fárra atriða sem hækkar á milli ára en viðhorfið hækkaði um 0,1 og er nú 0,1 hærra en meðaltal hinna sveitarfélaganna.

Þjónusta við fatlað fólk

Aðeins 43% eru ánægðir með þjónustu við fatlað fólks en þar svara flestir hvorki né eða 42% á meðan 14% eru óánægðir. Skorar viðhorfið 3,3 af 5 og er óbreytt á milli ára og er 0,1 lægra en að meðaltali í hinum sveitarfélögunum.

Skipulagsmál

Einungis 40% eru ánægði með skipulagsmál í Hafnarfirði og 28% eru óánægðir sem er mesta óánægjan sem mælis í könnuninni fyrir Hafnarfjörð. Skorar viðhorfið 3,1 og er óbreytt á milli ára og 0,1 hærra en í sveitarfélögunum 19 að meðaltali. Mun meiri óánægja var hjá fólki sem tilheyrir póstnúmeri 220 en 221.

Samanburður við önnur sveitarfélög.

Færri hafa samskipti við fólk á bæjarskrifstofunni

Athygli vekur að 45% hefur átt samskipti við starfsfólk á bæjarskrifstofu árið 2020 og hefur fallið frá 64% árið 2008.

Munur á niðurstöðum á milli ára er ekki alltaf tölfræðilega marktækur en er marktækur í viðhorfi til þjónustu grunnskóla og til sorphirðu.

  • Skoða má niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup 2021 hér.
  • Sjá má fyrri kannanir fyrir Hafnarfjörð hér

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2