fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarÞórdís Eva Íslandsmeistari í fölþrautum kvenna

Þórdís Eva Íslandsmeistari í fölþrautum kvenna

Ísold Sævarsdóttir úr FH sigraði í fimmtarþraut stúlkna, 15 ára og yngri.

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika.

Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH og Ísak Óli Traustason úr UMSS urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki.

Þórdís Eva hlaut 3708 stig fyrir sína þraut og Ísak Óli hlaut 4333 stig.

Þórdís Eva Steinsdóttir – Ljósm.: FRÍ

Árangur Þórdísar Evu sem keppti í flokki 20 ára og eldri og sigraði í öllum sínum greinum:

  • 800 metra hlaup: 2,21.49 mín., 803 stig
  • 60 metra grindahlaup: 9,12 sek., 885 stig
  • Hástökk: 1,64 m, 783 stig
  • Langstökk: 5,71 m, 762 stig, sem er hennar besti árangur.
  • Kúluvarp: 9,16 m, 475 stig

Samtals fékk hún þá fyrir fimmtarþraut kvenna: 3.708 stig

Samtals fékk FH 12 gullverðlaun á mótinu, mest allra liða.

Ísold Sævarsdóttir – Ljósmynd: FRÍ

Ísold Sævarsdóttir, FH, sigraði í fimmtarþraut kvenna, 15 ára og yngri með 3621 stig er hún sigraði í 60 m grindarhlaupi stúlkna er hún hljóp á 9,14 sek. sem er henni besti árangur. Þá sigarði hún í hástökki stúlkna, 15 ára og yngri er hún stökk 1,54 m, í kúluvarpi er hún kastaði 11,04 m og náði sínum besta árangri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2