fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirÚrslit kynnt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Úrslit kynnt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Rósa Guðbjartsdóttir sem ein bauð sig fram í 1. sæti hlaut 70% atkvæða

Rétt þessu voru úrslit kynnt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Í Hafnarfirði en það var opið fyrir flokksbundna Sjálfstæðismenn og stóð yfir 3.-5. mars og lauk kl. 18 í dag.

Alls voru 1.114 atkvæði gild en tilkynnt var að hálftíma fyrir lokun prófkjörs hefðu um 1.200 tekið hátt en 3.781 var á kjörskrá.

Mest var spenna um annað sætið en margir vildu setjast í sæti Kristins Andersen, sem verið hefur forseti bæjarstjórnar sl. kjörtímabil.

Það var Orri Björnsson sem sigraði í þeirri baráttu og mun verma annað sætið á eftir Rósu Guðbjartsdóttur sem ein bauð sig fram í fyrsta sætið. Hlaut Rósa 784 atkvæði eða 70,4% atkvæði sem hlýtur að vera vonbrigði fyrir bæjarsjórann. Ýtti Orri Kristni niður í þriðja sætið. Það hlýtur að vera vonbrigði fyrir Helgu Ingólfsdóttur, sitjandi bæjarfulltúa að ná aðeins 6. sætinu en hún hefur oftsinnis verið á öndverðum meiði við sína flokksmenn í bæjarstjórn.

Úrslitin fyrir efstu 6 sætin eru:

  1. sæti með 784 atkvæði í 1. sæti er Rósa Guðbjartsdóttir
  2. sæti með 384 atkvæði í 1.-2. sæti er Orri Björnsson
  3. sæti með 404 atkvæði í 1.-3. sæti er Kristinn Andersen
  4. sæti með 409 atkvæði í 1.-4. sæti er Kristín Thoroddsen
  5. sæti með 482 atkvæði í 1.-5. sæti er Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
  6. sæti með 548 atkvæði í 1.-6. sæti er Helga Ingólfsdóttir

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2